Veldu tíma
01-03
04-06
07-09
10-12
13-15
16-18
19-21
22-24
miðvikudagur

Spáin hér að neðan gildir mið 31. maí fyrir tímabilið 01:00-03:00

Spánni er ætla að lýsa aðstæðum til gönguferða að eldgosi í Geldingadölum

Góðar aðstæður

Þurrt og hægviðri.

Við þessar aðstæður er gangan nokkuð þægileg og ætti að reynast flestu göngufólki fremur auðveld.

Frekari upplýsingar um aðstæður eru hér að neðan. Kanna þarf hvort svæðið sé opið áður en lagt er af stað.

Fremur kalt

Fremur svalt.

Gasmengun

Hægur vindur. Gasi getur slegið yfir hvar sem er.

Lítill vindur

Léttur andvari eða jafnvel logn.

Engin úrkoma

Þurrt í veðri og gott skyggni.

Veðurathugun
7 °
7 m/s
Athugun klukkan 23:00 frá stöð Veðurstofunnar
Núverandi eldgos

Gossprungan sem nú gýs opnaðist 3. ágúst 2022. Gosið hófst u.þ.b. 8 mánuðum eftir að fyrra gausi á svæðinu lauk.

Fyrra gos hófst í mars 2021 og stóð í um hálft ár. Það var fyrsta gos á Reykjanesskaga í 800 ár.

Núverandi gos á sér stað norðaustur af fyrra gosi. Magn gosefna á hverjum tímapunkti í þessu gosi er umtalsvert meira en í fyrra gosinu.

Gangan að gosinu er umtalsvert erfiðari en að gosinu 2021. Til að komast nærri gígunum þarf að ganga tiltölulega erfiða göguleið, sem er 7 km hvor leið. Gangan er einungis fyrir vana og vel búna göngugarpa.

Útsýnisstaðir

Útsýnisstaður A er við endann á gönguleið A. Nær eldgosinu verður ekki komist. Þetta er erfiðasta gangan og tekur hún flesta 6 - 8 tíma í heildina. Gasmengun kemur til með að vera algeng á útsýnisstað A

Útsýnisstaður L er við endann á gönguleið C. Þar er ágætis útsýni yfir gosið úr góðri fjarlægð. Við mælum með þessum útsýnisstað fyrir flesta.

Auðveldast er að komast að útsýnisstað N. Þar er hægt að sjá storknað hraun úr fyrra gosi. Núverandi gos sést ekki frá þessum útsýnisstað. Útsýnisstaður hentar þeim vel sem ekki eru vanir löngum göngum.

Með því að velja útsýnisstaðina eða gönguleiðirnar á kortinu fást frekari upplýsingar.

Eldgosaveður

Þann 19. mars 2021 hófst eldgos í Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Eldgosið er bæði í nágrenni höfuðborgarinnar og alþjóðaflugvallarins í Keflavík. Því gosi lauk á haustmánuðum 2021 en nú er aftur hafið gos á svipuðum slóðum.

Þúsundir heimsóttu fyrra gosið flesta daga. Gera má ráð fyrir því að fleiri heimsækji gosið sem nú stendur yfir, þar sem meira er um ferðamenn og covid veldur minni vandræðum. Hugmyndin með eldgosaspánni er að veita upplýsingar um eldgosið, ferðalagið þangað, veður og öryggi á svæðinu.

Það tekur um 50 mín að aka að bílastæðunum frá Reykjavík ef farið er um Reykjanesbraut og Grindavíkurveg. Eitthvað örlítið lengur tekur að keyra Krísuvíkurleiðina að bílastæðunum.

Öllum er heimilt að heimsækja gosstöðvarnar, en fólk gerir það á eigin ábyrgð. Með því að velja dag og tíimasetningu hér að ofan þá sérðu okkar spá um veður og aðstæður á þeim tímapunkti. Veður í fjallendi á Reykjanesskaga eru válind og veðrið getur breyst ört. Nauðsynlegt er að fylgjast náið með veðurspám og -viðvörunum ef ætlunin er að ganga að gosstöðvunum.

Frekari upplýsingar og vefmyndavélar má sjá neðar á síðunni.

Veðurathugun
7 °
0 m/s
Athugun klukkan 23:00 frá stöð Veðurstofunnar

Algengar spurningar

Er svæðið opið allan sólarhringinn?

Yfirleitt er svæðið opið allan sólarhringinn. Þó er meira viðbragð á svæðinu yfir daginn. Mælt er með því að forðast að heimsækja gosið á nóttunni, þegar minna viðbragð er.

Má vera með dróna?

Það er heimilt að fljúga dróna á öllu svæðinu. Heimilt er að fljúga í allt að 120 m hæð yfir jörðu. Þó getur það verið bannað í stuttan tíma í senn vegna rannsóknarfluga yfir eldgosið. Frekari upplúysingar og tilkynningar um lokun á svæðinu eru birtar á vefsvæði Samgöngustofu.

Er hættulegt að fara á svæðið?

Öllum ferðalögum fylgir einhver áhætta. Að heimsækja eldgosið er ekki mjög hættulegt ef farið er eftir öllum reglum. Með því að halda góðri fjarlægð frá eldgosinu og heitu hrauni er hægt að lágmarka áhættuna. Einnig er nauðsynlegt að fylgjast vel með veðurspá og að klæða sig eftir veðri.

Ég á erfitt með að ganga, hvernig kemst ég nær?

Almenningi er ekki heimilt að keyra nærri eldstöðvunum. Hægt er að kaupa þyrluferðir á svæðið. Eftir öðrum leiðum er ekki hægt að leggja nær gosinu en u.þ.b 4 km.

Geta lítil börn gengið að gosinu?

Gangan að útsýnispunkti L er fær fyrir flesta og margir hafa tekið börn með sér. Foreldrar þekkja sín börn þó best og verða sjálfir að meta hvort þeirra barn geti og vilji fara.

Hvenær lýkur gosinu?

Ómögulegt er að segja til um hvenær gosinu líkur. Seinasta gos stóð í rúmlega hálft ár. Sérfræðingar hafa hingað til ekki gefið út neinar spár um líftíma gossins.

Þarf að vera með höfuðljós?

Á Íslandi er bjart allan sólarhringinn frá miðjum maí fram að verslunarmannahelgi. Á því tímabili eru höfuðljós óþörf. Utan þess tímabils eru höfuðljós nauðsynlegur búnaður á kvöldin og á nóttunni.

Kostar inn á svæðið?

Það er frítt inn á svæðið. Landeigendur hafa þó lagt á 1.000 krónu bílastæðagjald, til að standa undir kostnaði við bílastæði.

Má ganga utan gönguleiða?

Ekki er óheimilt að labba að svæðinu utan gönguleiða, en mælt er með því að ganga merktu gönguleiðirnar. Nálægt eldstöðinni og hrauninu geta verið vel merkt lokuð svæði.

Þarf ég að vera með gasmæli og/eða gasgrímu á svæðinu?

Það gas sem er líklegast til vandræða er þyngra en loft og berst undan vindi. Ef passað er upp á að halda góðri fjarlægð frá eldgosinu og að standa ekki undan vindi ætti að vera óþarft að taka með gasmæli og gasgrímu. Ef lykt finnst af gasi er best að færa sig úr stað, helst ofar í landið ef hægt er.

Webcams

RÚV Langihryggur camera

RÚV Langhóll camera

MBL Close-up camera

MBL Close-up 2